fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík

Svarthöfði
Fimmtudaginn 20. mars 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði er eldri en tvævetur og hefur fylgst með þjóðfélagsmálum lengur en hann kærir sig um að muna. Fátt kemur honum á óvart. Honum kom það því lítt á óvart að fulltrúi Grindvíkinga skyldi mæta í Kastljósið í gær og bera sig aumlega yfir því að ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að skrúfa fyrir kranann sem veitt hefur ómældum fjárstuðningi til Grindvíkinga. Framvegis mun fjárhagsaðstoð verða beint til þeirra Grindvíkinga sem virkilega þurfa á henni að halda. Gott mál en vitaskuld kvarta þeir og kveina sem skrúfað er fyrir kranann hjá.

Svarthöfða kom það hins vegar á óvart að í sjónvarpssal var mættur formaður Grindavíkurnefndarinnar svonefndu, Árni Þór Sigurðsson. Grindavíkurnefndin er nefnilega rándýr og óþarfur bitlingur sem fallin ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar færði gæluvinum ríkisstjórnarflokkanna þáverandi, VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á síðasta ári. Hver flokkur tilnefndi einn nefndarmann og hæfniskröfur voru þær einar að njóta sérstakrar velvildar forystu viðkomandi flokks. Árni Þór, fyrrverandi þingmaður og núverandi sendiherra í leyfi, er fulltrúi VG, Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Guðný Sverrisdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri, er Framsóknarmaðurinn í nefndinni.

Svarthöfði hefði talið eðlilegt að fela t.d. Fjársýslu ríkisins þau verkefni sem Grundavíkurnefndin hefur með höndum í stað þess að koma á fót nýrri stofnun, en sem kunnugt er var síðustu ríkisstjórn mjög umhugað um útþenslu ríkisins á öllum sviðum, ekki síst ef hægt var í leiðinni að gauka góðum bitlingum að flokksgæðingum. Nú munu minnst tíu manns starfa hjá nýju stofnuninni, auk nefndarmannanna þriggja sem virðast vera í fullu starfi, ef marka má launakjörin, en formaður þiggur 2,4 milljónir á mánuði og óbreyttir nefndarmenn 1,6 milljónir.

Svarthöfði gerir sér grein fyrir því að skilafrestur fyrir hagræðingartillögur til ríkisstjórnarinnar er liðinn en ætlar nú samt að leyfa sér að gauka því að valkyrjustjórninni að leggja einfaldlega niður Grindavíkurnefndina og fela öðrum stofnunum, sem þegar eru starfandi, verkefni hennar. Ætla má að launakostnaður bara nefndarmannanna þriggja slagi hátt í 100 milljónir á ári og varla kostar minna en 200 milljónir á ári að hafa tíu sérfræðinga í vinnu. Þarna væri því hægt að spara um 300 milljónir á ári. Vitaskuld er þetta bara klink en allt telur nú samt á þessum síðustu og verstu.

Svarthöfði veltir því líka fyrir sér hverju það sætir að valkyrjustjórnin, ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, gaukar áfram bitlingum að pótintátum fallinnar ríkisstjórnar – ríkisstjórnar sem kjósendur höfnuðu með öllu í kosningunum 30. nóvember. Er ekki bara best að létta því oki af herðum skattgreiðenda?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Nína Richter skrifar: Óvinir!

Nína Richter skrifar: Óvinir!
EyjanFastir pennar
02.07.2025

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
27.06.2025

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
26.06.2025

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun