fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Unglingur dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir morð

Pressan
Fimmtudaginn 20. mars 2025 20:30

Frá vettvangi. Mynd:Hendricks County Prosecutor’s Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeremy Briscoe, 16 ára, var dæmdur í 45 ára fangelsi í síðustu viku fyrir að hafa myrt hinn tvítuga Carlos Jair Neri-Guzman á síðasta ári.

The Independent segir að Brisoce hafi skotið Neri-Guzman til bana í Brownsburg í Indiana í byrjun mars á síðasta ári. Briscoe var aðeins 15 ára þá.

Neri-Guzman fannst látinn í Honda Civic bifreið sem var ekið á húsvegg. Íbúarnir í húsinu hringdu í neyðarlínuna eftir að þeir fundu Neri-Guzman í bílnum.

Nágranni sagði í samtali við WTHR að hann hafi haldið að slys hefði orðið, svo margir lögreglumenn hafi verið á vettvangi.

Lögreglan komst fljótlega að því að Neri-Guzman var skotinn til bana á bifreiðastæði þar sem hann hafði mælt sér mót við tvo aðila, annar þeirra var Briscoe.

Þegar húsleit var gerð heima hjá Briscoe fann lögreglan tvö skotvopn, Ruger LCP .380 kalibera og hálfsjálfvirka 9mm skammbyssu.

Hálfsjálfvirka skammbyssan var ekki með raðnúmer og var því líklega búin til úr hlutum sem eru seldir saman eða í sitt hverju lagi.

Briscoe neitaði að tjá sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa