fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Brynjólfur Bjarnason er látinn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. mars 2025 08:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjólfur Bjarnason, fyrrverandi forstjóri, er látinn, 78 ára að aldri. Brynjólfur lést á heimili sínu í Nýhöfn í Garðabæ síðastliðinn sunnudag. Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.

Brynjólfur kom víða við í íslensku atvinnulífi en hann lauk námi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1971 og MBA-gráðu frá University of Minnesota árið 1973.

Hann var forstöðumaður hagdeildar Vinnuveitendasambands Íslands (nú Samtök atvinnulífsins) á árunum 1973 til 1976, framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins frá 1976 til 1983 og árið 1984 varð hann framkvæmdastjóri sjávarútvegsfélagsins Granda og gegndi hann því starfi til ársins 2002.

Á árunum 2002 til 2010 var hann forstjóri Símans/Skipta og stýrði þar einkavæðingu Landsíma Íslands í Símann árið 2005. Hann varð svo framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands árið 2012 og gegndi hann starfinu til 2014. Á Árunum 2014 til 2024 sat hann í stjórn Arion banka og var stjórnarformaður bankans á árunum 2019 til 2014.

Fyrir utan þetta sat hann í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, þar á meðal í sjávarútvegi, á fjarskiptamarkaði og á fjármálamarkaði. Þá sat hann í stjórnum margra menningarstofnana, til dæmis Félagi íslenskra bókaútgefenda.

Þá er þess getið að Brynjólfur hafi um árabil verið ræðismaður Chile á Íslandi. Var hann sæmdur riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar árið 1994.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu
Fréttir
Í gær

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni
Fréttir
Í gær

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB