fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Ný svefntrend fara mikinn á samfélagsmiðlum – Virka þau?

Pressan
Sunnudaginn 23. mars 2025 22:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir eiga erfitt með svefn og margir eru því tilbúnir til að reyna nýjar aðferðir við að sofna og til að sofa betur. Sumir fá sér kíví fyrir svefninn, aðrir setja límband yfir munninn, enn aðrir fá sér magnesíum og ótal fleiri aðferðir eru til. Þessa daga fara trend, sem nefnast „sleepmaxxing“ mikinn á samfélagsmiðlum.

Margir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um þessi trend sem snúast um að hámarka svefninn með því að fylgja ákveðnum rútínum og úrræðum. Um mörg mismunandi ráð er að ræða og þarf fólk ekki að fylgja þeim öllum.

Myndbönd tengd þessu eru mjög áberandi  á TikTok. Í þeim segir ungt fólk hvað það gerir til að sofa í minnst átta klukkustundir á hverri nóttu. Myndböndin hafa fengið milljónir áhorfa og Sky News segir að gríðarlega mikið hafi verið um að fólk noti myllumerkið „sleepmaxxing“ við leit á samfélagsmiðlum.

Meðal þeirra ráða sem er deilt varðandi „sleepmaxxing“ eru þessi:

Að vera með límband  yfir munninum á meðan sofið er.

Ekki drekka neitt síðustu tvær klukkustundirnar fyrir svefninn.

Að hafa hitastigið í svefnherberginu í lægri kantinum, venjulega á milli 16-18 gráður.

Hafa algjört myrkur í svefnherberginu.

Ekki stilla vekjaraklukku.

Fara í bað einni klukkustund fyrir háttatímann.

Taka magnesíum og melatónín.

Borða kíví fyrir háttinn.

Ekki drekka koffín.

Fá sólarljós í 30 mínútur á dag.

Hugleiða í 30 mínútur á dag.

En virkar þessar aðferðir? TV2 leitaði nýlega svara við því hjá Birgitte Rahbek Kornum, sem stundar svefnrannsóknir hjá taugavísindadeild Kaupmannahafnarháskóla.

Hún sagði að vaxandi áhugi fólks á að fylgja aðferðum af þessu tagi sé afleiðing af því að fólk vilji lifa eins heilbrigðu lífi og hægt er. Þess utan eigi margir erfitt með svefn og fólk sé orðið meðvitaðra um mikilvægi svefns.

Hún sagðist ekki gefa mikið fyrir margar af þeim vörum sem fólki er ráðlagt að kaupa til að bæta svefninn og hún sagðist hafa litla trú á mörgum af trendunum sem tröllríða TikTok. Sumt geti hugsanlega hjálpað fólki en áhrifin hafi hins vegar ekki verið mikið rannsökuð.

Laura Kanadel, svefnleiðbeinandi hjá fyrirtækinu The Sleep Institute, segist sjálf vera „sleeepmaxxer“ og sagðist hafa prófað flest þau ráð sem gefin hafa verið um þetta. Hún hefur sofið með límband yfir munninum, tekið melatónín og mælt svefninn nákvæmlega. Sumt gerir hún enn þá en annað hefur hún lagt á hilluna. „Ég hef prufað þetta allt. Mín reynsla er að þetta virkar í ákveðinn tíma og síðan hverfa áhrifin af því að líkaminn lagar sig að þessu,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa