fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Geimfararnir sem sátu fastir í geimstöðinni munu glíma við sársaukafullt vandamál þegar þeir koma til jarðarinnar

Pressan
Mánudaginn 17. mars 2025 21:30

Alþjóðlega geimstöðin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú styttist í að tveir geimfarar, sem hafa verið fastir í Alþjóðlegu geimstöðinni í níu mánuði, komi aftur til jarðarinnar. En þeir munu þurfa að takast á við sársaukafullt vandamál þegar til jarðarinnar er komið.

Metro segir að líklega hafi geimfararnir tveir, þau Suni Williams og Butch Wilmore, hafi þróað svolítið, sem er þekkt sem „barnsfætur“ á meðan á dvölinni hefur staðið. Þetta er að iljar geimfaranna verða mjúkar eins og barnsfætur.

Þetta getur valdið miklum sársauka þegar gengið er þegar komið er aftur til jarðarinnar. Húðin þarf tíma til að harðna og styrkjast á nýjan leik.

Williams og Wilmore áttu upphaflega að dvelja í átta daga í geimstöðinni en vegna tæknilegra vandamála með geimfar þeirra, þá hafa þau setið föst þar í níu mánuði.

En nú er áætlað að þau snúi aftur til jarðarinnar í þessari viku.

Þegar við göngum um hér á jörðinni, verða fæturnir fyrir stöðugum þrýstingi og nuddi, sem gerir húðina á iljunum þykkari. Þetta verndar iljarnar fyrir húðeyðingu og okkur fyrir óþægindum þegar við göngum. En þar sem það er ekkert þyngdarafl í geimnum, þá verða fætur geimfara ekki fyrir neinum þrýstingi og eftir sex til tólf mánuði, þá er þykka húðin á iljunum horfin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi