fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Einn látinn eftir umferðarslys á Hringveginum á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. mars 2025 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn hefur verið úrskurðaður látinn eftir alvarlegt umferðarslys á hringveginum á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi fyrr í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi en þar kemur fram að klukkan 11:45 hafi borist tilkynning um slysið. Strax hafi verið ljóst að um alvarlegt slys var að ræða og allt tiltækt lið lögreglu hafi því verið sent á svæðið auk sjúkraliðs frá Fjarðabyggð auk tækjabifreiða frá Djúpavogi og úr Fjarðabyggð.

Þá komu tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar á vettvang auk sjúkraflugvélar sem kom austur.

Um var að ræða tvö ökutæki, sem ekið var úr gagnstæðum áttum, sem skullu saman og voru tveir einstaklingar í hvorri bifreið. Einn var úrskurðaður látinn á vettvangi en aðrir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar undir læknishendur á Landspítalann í Reykjavík.

Rannsókn á vettvangi stendur yfir og má búast við að vegurinn verði lokaður fram á kvöld.

Rannsókn slyssins er á höndum rannsóknardeildar Lögreglustjórans á Austurlandi auk rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Í gær

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi