fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Gríðarlegur eggjaskortur í Bandaríkjunum – Hrinda milljarðaáætlun úr vör

Pressan
Fimmtudaginn 6. mars 2025 08:30

Egg eru holl og góð og rándýr í Bandaríkjunum þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska landbúnaðarráðuneytið, USDA, hefur hrundið nýrri áætlun úr vör til að mæta gríðarlegum eggjaskorti í landinu. Áætlunin hefur verið kölluð „milljarðs dollara áætlunin“.

Ástæðan fyrir hinum mikla eggjaskorti í Bandaríkjunum er fuglaflensan skæða. Til að halda smitinu niðri eru fuglar aflífaðir í stórum stíl þar sem veiran finnst. Fram að þessu hafa rúmlega 160 milljónir varphænsna verið aflífaðar, þar af 30 milljónir það sem af er þessu ári.

Þetta hefur haft miklar verðhækkanir í för með sér og er meðalverðið á 12 eggjum nú sem svarar til um 720 íslenskum krónum að sögn Al Jazeera.

Það er þetta hækkandi verð sem veldur því að landbúnaðarráðuneytið grípur nú til aðgerða. Ráðuneytið mun verja einum milljarði dollara í verkefnið. 500 milljónir fara í forvarnaraðgerðir, 100 milljónir í rannsóknir og þróun á bóluefnum og 400 í beinan fjárstuðning við hænsnabændur. BBC skýrir frá þessu.

Bandaríkin eru venjulega sjálfum sér næg hvað varðar eggjaframleiðslu en nú þarf að leita til útlanda til að fá egg. Til dæmis á að kaupa 420 milljónir eggja í Tyrklandi á þessu ári. Þetta eru sex sinnum fleiri egg en Bandaríkin keyptu frá Tyrklandi á síðasta ári.

En þessar 420 milljónir eggja eru aðeins dropi í hafið því að á síðasta ári voru 109 milljarðar eggja framleiddar í Bandaríkjunum á fyrstu 11 mánuðum ársins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?