fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Pálmi lést í vinnuslysi í Vík – Söfnun fyrir fjölskyldu hans

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. mars 2025 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Vík í Mýrdal föstudaginn 28. febrúar hét Pálmi Kristjánsson.

Pálmi var 41 árs, fæddur 1983, búsettur í Vík og lætur hann eftir sig sambýliskonu og tvö ung börn.

Söfnunarreikningur hefur verið stofnaður fyrir Elinu sambýliskonu Pálma. Í færslu sem margir deila á samfélagsmiðlum segir:

„Kæru Mýrdælingar, ættingjar og vinir. Okkar ástkæri Pálmi féll frá langt fyrir aldur fram í hörmulegu slysi. Eftir stendur sambýliskona hans hún Elina í mjög erfiðum aðstæðum. Því höfum við stofnað söfnunarreikning fyrir hana til að létta undir með henni í framtíðinni. 

Margt smátt gerir eitt stórt. Stöndum með henni á þessum erfiðu tímum. Deilið að vild.“

Kennitala: 260586-4679
Reikningur: 0370-22-105092

Tilkynning barst um slysið klukkan 13:45 og voru viðbragðsaðilar og lögregla skjótir á vettvang. Endurlífgunartilraunir voru reyndar á vettvangi en báru ekki árangur.

„Það er þó ekkert saknæmt sem hefur átt sér stað þarna eða einhver glæfraskapur. Þetta er fyrst og fremst alveg hörmulegt slys,“ segir Garðar Már Garðarson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi. Segir hann að rannsókn standi enn yfir, henni  miði vel og lögregla telji sig vita hvað gerst hafi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða um ástandið í Bríetartúni – „Þetta er sannarlega ekki góð staða“

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða um ástandið í Bríetartúni – „Þetta er sannarlega ekki góð staða“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Í gær

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Í gær

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi: „Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum”

Guðmundur Ingi: „Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum”