fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Segja Ragnar Þór hafa þegið biðlaun upp á um 10 milljónir króna samhliða þingfarakaupi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 08:34

Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks Fólksins og fyrrverandi formaður VR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfslokauppgjör Ragnars Þórs Ingólfssonar frá VR, biðlaun og ótekið orlof, nam um 10 milljónum króna samkvæmt frétt Morgunblaðsins í morgun. Þar kemur fram að Ragnar Þór, sem settist á þing fyrir Flokk fólksins eftir síðustu alþingiskosningar, hefði getað afþakkað biðlaunin í ljósi þess að hann var kominn með nýja vinnu á Alþingi.

Það gerði Ragnar Þór hins vegar ekki. Hann átti rétt á sex mánaða biðlaunum samkvæmt ráðningasamningi og óskaði hann eftir eingreiðslu þeirra og hefur uppgjörið þegar farið fram.

Fréttin hefur vakið nokkra athygli og einn þeirra sem deildi henni er Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður.

„Ragnar Þór Ingólfsson er eins og svínin í Dýrabæ. Tekur mikið til sín af félagsmönnum í VR og skattgreiðendum samtímis. Er jafnari en aðrir launþegar. Þetta uppgjör samrýmist illa almennu reglum varðandi laun í uppsagnarfresti hjá félagsmönnum VR.Einhvern tíma hefði Ragnar Þór verkalýðsforkólfur hrópað spilling, spilling ….. og Inga Sæland og fleiri þeim lík tekið undir,“ skrifar Sigurður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu
Fréttir
Í gær

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni
Fréttir
Í gær

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB