fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Ógnandi maður henti stól í starfsmann geðdeildar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. febrúar 2025 17:45

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var handtekinn í dag eftir að hafa í tvígang verið með ógnandi tilburði við geðdeild. Í fyrra skiptið hafði hann veist að starfsmanni með höggi og með því að kasta stól. Þegar lögregla kom á svæðið var maðurinn þó farinn.

Í seinna skiptið barst tilkynning um að maðurinn væri kominn aftur og nú vopnaður hníf. Að þessu sinni náði lögregla að handtaka manninn, en hann hafði þó náð að brjóta rúðu við inngang geðdeildar. Við handtöku reyndist hann þó ekki vera með hníf á sér. Hann hefur nú verið vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Framangreint kemur fram í dagbók lögreglu en þar segir eins frá útkalli í matvöruverslun vegna búðahnupls. Lögregla mætti á svæðið og afgreiddi málið með framburðarskýrslu en á meðan lögregla var í búðinni tilkynnti starfsmaður verslunarinnar að þar væri nú annar aðili að stinga vörum inn á sig. Lögregla ræddi við þennan seinni aðila, sem þá tók vörurnar undan klæðnaði sínum og greiddi fyrir þær. Aðilinn, sem var af erlendu bergi brotinn, gat þó ekki gert grein fyrir hver hann væri. Hann var því handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem kom á daginn að þessi maður var eftirlýstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás