fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Pressan

Lét vin sinn grafa eigin gröf eftir að hafa séð hrottalegt myndband                    

Pressan
Laugardaginn 22. febrúar 2025 20:30

Oleg og Matrosov saman eitt sinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2022 var Rússinn Vyacheslav Matrosov dæmdur í átján mánaða fangelsi í máli sem vakti talsverða athygli í landinu. Segja má að Matrosov hafi tekið lögin í eigin hendur þegar hann rak fyrir tilviljun augun í óhugnanleg myndbönd á síma vinar síns, Oleg Sviridov.

Í síma Olegs voru nefnilega myndbönd sem sýndu hann misnota sex ára gamla stjúpdóttur Matrosov kynferðislega. Oleg og Matrosov voru einskonar trúnaðarvinir; Oleg dvaldi oft á heimili vinar síns og passaði stundum dóttur hans.

Kvöld eitt í september 2021 sátu félagarnir að sumbli og það var þá sem Matrosov sá myndböndin. Honum var eðlilega brugðið og í fréttum rússneskra fjölmiðla á sínum tíma kom fram að hann hafi sett sig í samband við lögreglu og tilkynnt brotin.

Oleg á að hafa farið í felur á meðan lögregla leitaði hans og á sama tíma óx reiðin innra með Matrosov. Það var svo um viku síðar sem lík Olegs fannst í grunnri gröf í skóglendi.

Hvað nákvæmlega gerðist kom aldrei almennilega í ljós en það sem þó liggur fyrir er að Matrosov var á undan lögreglunni að ná til Olegs. Talið er að Matrosov hafi farið með fyrrverandi vin sinn út í skóg og þvingað hann til að grafa sína eigin gröf. Því næst hafi komið til átaka á milli þeirra og þau endað þannig að Oleg veitti sjálfum sér stunguáverka sem drógu hann til dauða.

Matrosov var í fyrstu grunaður um morð að yfirlögðu ráði en rannsókn lögreglu leiddi í ljós að Oleg hafi verið sá sem hélt á hnífnum. Mun Matrosov hafa sagt í yfirheyrslum að hann hafi ætlað að hræða Oleg til að gefa sig fram við lögreglu: Annað hvort myndi hann gefa sig fram eða enda líf sitt í gröfinni sem hann gróf sjálfur.

Málið vakti sem fyrr segir mikla athygli og var meðal annars settur á fót undirskriftalisti þar sem bæjarbúar hvöttu saksóknara til að falla frá öllum málarekstri gegn Matrosov í ljósi þeirra alvarlegu brota sem Oleg hafði gerst sekur um. Lögregla fann nefnilega fleiri myndbönd á síma hans sem sýndu hann misnota ungar stúlkur.

Matrosov var sem fyrr segir dæmdur í 18 mánaða fangelsi vegna málsins en honum var sleppt úr haldi eftir að hafa setið inni í 12 mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Hún var á leið upp á stjörnuhimininn en lifði tvöföldu lífi – Hvað varð eiginlega um hana og hver var hinn dularfulli Kirk?

Hún var á leið upp á stjörnuhimininn en lifði tvöföldu lífi – Hvað varð eiginlega um hana og hver var hinn dularfulli Kirk?
Pressan
Í gær

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar
Pressan
Í gær

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta ára drengur komst í síma móður sinnar – Það endaði svona

Átta ára drengur komst í síma móður sinnar – Það endaði svona
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum