fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Poppstjarnan komin á OnlyFans 66 ára gömul

Fókus
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er augljóslega aldrei of seint að byrja á OnlyFans en bandaríska tónlistarkonan Lorraine Lewis er búin að skrá sig þar til leiks, 66 ára að aldri.

Lewis gerði garðinn frægan með 80‘s hljómsveitunum Femme Fatale og Vixen á sínum tíma.

Í viðtali við hlaðvarpsþáttinn The Chuck Shute segir Lewis að viðtökurnar hafi farið fram úr hennar björtustu vonum. Hún hafi lengi átt sér þann draum að byrja á OnlyFans en ekki þorað að láta slag standa fyrr en nú.

„Mér finnst þetta mjög svalur vettvangur og þú getur gert það sem þú vilt þar. Það halda margir að þetta sé bara klám en það er ekki þannig, það þarf ekki að vera þannig,“ segir hún og bætir við að hún muni nota OnlyFans til að birta kynþokkafullt efni.

Hún segist nú þegar vera komin með 500 áskrifendur sem hver borgar tuttugu dollara í mánaðargjald. Miðað við að OnlyFans tekur 20% þóknun ætti Lewis að fá um átta þúsund dollara á mánuði, eða rúmlega 1,1 milljón króna.

Í viðtalinu sagði Lewis að hún væri bara rétt að byrja og hún segist blása á allar gagnrýnisraddir. Hún sé stolt af sér fyrir að hafa tekið þetta skref.  „Ég stjórna því sem ég geri og ég skemmti mér mjög vel,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Í gær

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki