fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Versti mislingafaraldurinn í tæp 30 ár

Pressan
Mánudaginn 17. febrúar 2025 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Versti mislingafaraldurinn í tæp 30 ár geisar nú í Texas. Mislingar eru einna mest smitandi barnasjúkdómurinn og þess utan stórhættulegur. Hlutfall bólusettra barna hefur farið lækkandi í Bandaríkjunum og það er talið eiga sinn þátt í faraldrinum.

AFP skýrir frá þessu og segir að 48 hafi greinst með mislinga í vesturhluta ríkisins, aðallega börn og ungmenni. Öll hin smituðu eru óbólusett eða óvíst hvort þau hafa verið bólusett. 13 liggja á sjúkrahúsi.

Amesh Adalja, hjá Johns Hopkins háskólanum, sagði í samtali við AFP að mesta hættan á faröldrum af þessu tagi sé í litlum samfélögum í Bandaríkjunum og það komi ekki á óvart að faraldurinn hafi brotist út á svæðinu þar sem lægsta bólusetningartíðnin í Texas er.

Dregið hefur úr bólusetningum barna í Bandaríkjunum og hefur sú þróun færst í aukana í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Margir höfðu þá efasemdir um bóluefnin gegn veirunni vegna þess hversu hratt þróun þeirra gekk fyrir sig. Einnig var mikið um dreifingu rangra upplýsinga um bóluefni á tíma heimsfaraldursins.

Á landsvísu var hlutfall bólusettra barna í fyrsta bekk grunnskóla komið undir 93% skólaárið 2023-2024. Markmið smitsjúkdómastofnunar landsins er að 95% barna séu bólusett.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 5 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá