fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Hann er 90 metrar á lengd og stefnir á jörðina – Hverjar verða afleiðingarnar ef til áreksturs kemur?

Pressan
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 04:13

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA fylgist nú vel með loftsteininum 2024 YR4 sem gæti lent í árekstri við jörðina rétt fyrir jól 2032. Talið er að hann sé um 90 metrar á lengd en frekari rannsókna er þörf til að staðfesta stærð hans.

Eins og DV skýrði frá í gær, þá hefur NASA uppfært hættumat sitt varðandi líkurnar á árekstri loftsteinsins við jörðina úr 1,3% í 2,3%.

Auknar líkur á að 90 metra langur loftsteinn lendi í árekstri við jörðina

Það virðist kannski ekki svo alvarlegt að líkurnar á árekstri séu taldar vera 2,3% en það er rétt að hafa í huga að aðeins einu sinni áður á þeim 30 árum sem hættumatsmælikvarðinn, sem er á bilinu 1 til 10, hefur verið notaður hefur hættan verið metin meiri.

En hvað gerist ef svo illa fer að loftsteinninn lendi í árekstri við jörðina okkar? Jótlandspósturinn spurði Line Drube, stjarneðlisfræðing við DTU, um það og það stóð ekki á svari:

„Hann getur valdið mikilli eyðileggingu en ekki heimsendi. Tvö prósent eru ekki hætta sem maður á að líta fram hjá. Það þarf því að halda áfram að fylgjast með braut hans. Annað hvort sjáum við að það dregur úr hættunni eða þá að hún eykst. Þeim mun lengri tími sem líður, þeim mun betur munum við vita hvort hann lendir á okkur eða ekki. Á einhverjum tímapunkti verður líka hægt að segja til um hvar hann lendir ef hann hittir jörðina.“

Slíkur árekstur myndi ekki fara fram hjá mörgum og skiptir þá engu hvar loftsteinninn myndi lenda.

„Ef hann lendir á byggðu svæði, verða afleiðingarnar mjög miklar. Ef hann lendir í sjónum, getur maður ímyndað sér að hann myndi mikla flóðbylgju. Ég þori ekki að segja til um hversu stór hún gæti orðið en ef hún berst í allar áttir, þá getur þetta orðið mjög alvarlegt,“ sagði hún.

Hún benti einnig á að ef til áreksturs kemur, þá muni það hafa mikil áhrif á loftslagið á jörðinni því mikið efni og ryk muni þyrlast upp í gufuhvolfið. Hins vegar sé erfitt að segja til um afleiðingarnar.

Enn er ekki hægt að segja til um hvar loftsteinninn mun lenda á jörðinni, ef til áreksturs kemur, en Drube sagði að það fáum við væntanlega að vita á næstu árum.

Christina Toldbo, stjarneðlisfræðingur, sagði í samtali við TV2 að miðað við núverandi upplýsingar sé langlíklegast að braut loftsteinsins muni liggja yfir Suður-Ameríku, Afríku, Kína og Indland, ef hann lendir í árekstri við jörðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf