fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. febrúar 2025 19:24

Kennarahúsið að Laufásvegi 81

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í dag að verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og 7 grunnskólum séu ólögmæt.

Eina verkfallið sem var lögmætt var í Snæfellsbæ þar sem allir félagsmenn leikskólakennara greiddu þar atkvæði um verkfallið.

Þessi niðurstaða þýðir að Kennarasamband Íslands þurfi að láta af verkföllum í þeirri mynd sem þau hafa verið, fyrir utan Snæfellsbæ. Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) segir í tilkynningu um niðurstöðuna að það geri ráð fyrir því að börn og kennarar sem hafa verið í verkfalli undanfarna viku mæti í skóla í fyrramálið.

SÍS taldi verkföllin ólögmæt þar sem þau brytu í bága við lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna en þar segir að verkfall skuli ná til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda. Þannig hafi Kennarasambandið ekki mátt handvelja skóla innan sveitarfélags. Verkfallið þurfi að vera í sveitarfélaginu öllu, enda sveitarfélagið vinnuveitandinn. Þetta þýðir að Kennarasambandið hefði getað valið einstaka sveitarfélög en verkfall yrði þá að vera í öllum skólum þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“