fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. febrúar 2025 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátt í 200 manns hafa tilkynnt um veikindi eftir hafa sótt þorrablót á Suðurlandi um helgina. Á föstudag var haldið þorrablót ungmennafélagsins Hvatar í Grímsnes- og Grafningshreppi og á laugardag fór fram annað þorrablót í Þorlákshöfn.

Í gær greindi mbl.is frá því að minnst 50 manns hefðu veikst eftir þorrablót Hvatar og í frétt Vísis nú í hádeginu kemur fram að tugir gesta hefðu einnig veikst á seinna blótinu. Samtals munu hátt í 200 manns glíma við veikindi eftir blótin.

Samkvæmt heimildum DV leikur grunur á að uppruna veikindanna megi rekja til rófustöppu eða uppstúfs sem voru á boðstólnum á umræddum þorrablótum. Það hefur þó ekki fengist staðfest og eru sýni enn til rannsóknar.

Í frétt Vísis kemur fram að sama veisluþjónustu hafi komið að báðum þorrablótunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“
Fréttir
Í gær

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Í gær

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“