fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Ósáttir við borðspil – Vanvirðing við okkur

Pressan
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 06:30

Borðspilið umdeilda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskt borðspil, sem byggist á mafíustríðinu á Ítalíu hefur vakið reiði meðal margra Ítala og margir segja það hreina vanvirðingu við sig.

Á níunda áratugnum flaut blóðið eftir götum Sikileyjar. Mafíustríðið stóð sem hæst og margir létust.

Ef maður vill komast að því hvernig það var að vera harðsnúnasti glæpamaðurinn á eyjunni, þá er hægt að komast að því með því að spila borðspilið „La Famiglia: The Great Mafia War“.

Spilið var kjörið besta borðspilið árið 2023 en það fellur ekki vel í kramið hjá Ítölum.

Maria Falcone, systir dómarans Giovanni Falcone, sem mafían myrti, segir spilið vera högg í andlit allra þeirra sem hafa barist gegn skipulagðri glæpastarfsemi á Ítalíu. The Guardian skýrir frá þessu.

Á aðeins tveimur árum voru rúmlega 1.000 drepnir í mafíustríðinu á Sikiley. Mörg fórnarlambanna voru saklausir borgarar.

Maria Falcone  segist ekki skilja hvernig nokkrum hafi dottið í hug að gera spil af þessu tagi þar sem er verið að leika sér með tilfinningar þeirra sem létust við skyldustörf. Hún segir spilið hreina vanvirðingu.

„Mafían hefur ekki haft neitt annað í för með sér en dauða á Sikiley og á Ítalíu. Spil eins og þetta vanvirðir minningu þeirra sem lögðu sitt af mörkum til að frelsa þetta land,“ sagði hún.

Ítalskir stjórnmálamenn eru einnig ósáttir við spilið og hafa þeir kvartað opinberlega undan því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld