Eftir því sem kemur fram á vefnum marthastewart.com, þá benda sérfræðingar sérstaklega á nokkur matvæli sem eiga ekki að fara í airfryer því það geti valdið vonbrigðum og einnig verið hættulegt.
Létt matvæli á borð við brauð með osti, tortillur eða grænkálsflögur geta flogið um í tækinu því það notar heitt loft til að elda. Létt matvæli geta lent í hitagjöfunum og þannig valdið vandræðum.
Kökur eiga ekki að fara í airfryer að sögn sérfræðinganna sem segja að þegar kökur séu bakaðar í tækinu, þá geti hið hraða loftstreymi í þeim þurrkað kökuna og orðið til þess að hún hefist ójafnt.
Poppkorn er ekki gott að setja í airfryer því tækin geta flest ekki hitnað nóg til að poppa maísinn. Ef það getur það, þá getur maísinn sprungið inn í hitagjafana og þannig valdið hættu.
Hrátt korn, pasta og hrísgrjón þurfa vatn og því á ekki að setja þessi matvæli í airfryer. Tækin eru ekki hönnuð til að sjóða vatn.
Heilar steikur á ekki að setja í airfryer því tækin eru ekki hentug fyrir heila steik eða stór kjötstykki. Kjötið eldast ójafnt og hlutar þess geta verið hráir.
Matvæli með hráu deigi henta ekki í airfryer. Deigið lekur niður á botninn og þú stendur eftir með frekar óspennandi mat.