fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Þetta á ekki að setja í airfryer

Pressan
Sunnudaginn 26. janúar 2025 18:30

Airfryer. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Airfryer er orðinn fastur hluti af eldhústækjunum í mörgum eldhúsum. Það er auðvitað vegna þess hversu þægilegt það er að elda í honum án þess að nota mikið af olíu. En þrátt fyrir að þetta sé nánast töfratæki, þá eru ákveðnar matvörur sem eiga aldrei að fara í það.

Eftir því sem kemur fram á vefnum marthastewart.com, þá benda sérfræðingar sérstaklega á nokkur matvæli sem eiga ekki að fara í airfryer því það geti valdið vonbrigðum og einnig verið hættulegt.

Létt matvæli á borð við brauð með osti, tortillur eða grænkálsflögur geta flogið um í tækinu því það notar heitt loft til að elda. Létt matvæli geta lent í hitagjöfunum og þannig valdið vandræðum.

Kökur eiga ekki að fara í airfryer að sögn sérfræðinganna sem segja að þegar kökur séu bakaðar í tækinu, þá geti hið hraða loftstreymi í þeim þurrkað kökuna og orðið til þess að hún hefist ójafnt.

Poppkorn er ekki gott að setja í airfryer því tækin geta flest ekki hitnað nóg til að poppa maísinn. Ef það getur það, þá getur maísinn sprungið inn í hitagjafana og þannig valdið hættu.

Hrátt korn, pasta og hrísgrjón þurfa vatn og því á ekki að setja þessi matvæli í airfryer. Tækin eru ekki hönnuð til að sjóða vatn.

Heilar steikur á ekki að setja í airfryer því tækin eru ekki hentug fyrir heila steik eða stór kjötstykki. Kjötið eldast ójafnt og hlutar þess geta verið hráir.

Matvæli með hráu deigi henta ekki í airfryer. Deigið lekur niður á botninn og þú stendur eftir með frekar óspennandi mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa