fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Skilur við karlinn í kjölfar hneykslismáls sem skók þjóðina

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. janúar 2025 16:30

Nicola Sturgeon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nicola Sturgeon, fyrrum forsætisráðherra Skotlands, hefur ákveðið að skilja við eiginmanninn, Peter Murrell. Tíðindin koma ekki á óvart en parið hefur ekki búið saman um skeið.

Murrell, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri Skoska þjóðarflokksins þar sem Sturgeon var leiðtogi, var handtekinn í apríl 2023 og síðar ákærður vegna gruns um að hann hafi misfarið með kosningaframlög til flokksins uppá 600 þúsund pund. Sturgeon var sjálf handtekin í tengslum við rannsókn málsins en hefur alfarið neitað að hafa gert nokkuð rangt. Hún er enn til rannsóknar vegna málsins en hefur ekki verið ákærð.

Sturgeon lét af embætti forsætisráðherra í febrúar 2023, eftir tæp níu ár í embætti, og bar við kulnun. Tveimur mánuðum síðar var eiginmaður hennar síðan handtekinn og hún svo í kjölfarið í júní sama ár. Hermt er að í kjölfar hneykslisins  hafi Sturgeon flutt út af heimili hjónanna og því komi formlegur skilnaður fáum í opna skjöldu.

Sturgeon vinnur nú að því að skrifa ævisögu sína sem ráðgert er að komi út á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Keyrði viljandi á bíl í Kömbunum svo hann lenti utan vegar

Keyrði viljandi á bíl í Kömbunum svo hann lenti utan vegar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“
Fréttir
Í gær

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli
Fréttir
Í gær

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn