fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Kölluð út á mesta forgangi eftir neyðarboð frá fiskibát

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. janúar 2025 16:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst fyrr í dag neyðarboð frá litlum fiskibát sem þá var staddur afar nærri landi, norðarlega í mynni Ólafsfjarðar og hafði fengið í skrúfuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Björgunarsveitin Tindar á Ólafsfirði og björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði voru kölluð út á mesta forgangi því um tíma leit út fyrir að bátinn myndi reka í strand. Eins var aðgerðarstjórn virkjuð á Akureyri.

Björgunarmenn frá Tindum héldu út á tveimur björgunarþotum (jetski) og komu taug um borð í bátinn. Skipverji hafði þá varpað akkeri sem náði haldi á botni svo ekki var lengur yfirvofandi hætta á strandi. Báturinn var um 280 metra frá landi og ljóst að illa hefði getað farið. Skömmu síðar kom björgunarskipið Sigurvin á vettvang og tók bátinn í tog og dró inn til hafnar á Ólafsfirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni