fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Þóra Kristín náði varla að þakka hetjunni á Ægisíðunni – „Hann mokaði og ýtti og linnti ekki látum fyrr en það tókst“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 19:31

Þóra Kristín greinir frá góðverkinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, festi bílinn sinn illa í Vesturbænum. Þá kom aðvífandi hetja á pípulagningarbíl, hjálpaði henni en hvarf svo á braut án þess að hún gæti þakkað nægilega fyrir sig.

„Varð fyrir því óláni að festa bílinn minn í skafli svo rassinn á honum teppti umferð um Ægisíðuna,“ segir Þóra Kristín í færslu á samfélagsmiðlum í dag.

Vissi hún ekki fyrr en maður á bíl, merktum pípulagningarfyrirtækinu FP lagnir ehf, stöðvar og snarast út. Losaði hann bílinn fyrir hana en það tók mjög langan tíma.

„Hann mokaði og ýtti og linnti ekki látum fyrr en það tókst,“ segir Þóra Kristín. „Svo snaraðist hann upp í bílinn aftur og ók burt og ég náði varla að þakka honum fyrir. Þvílík hetja.“

Segir hún í lok færslunnar, sem hefur fengið mjög góð viðbrögð, að FP lagnir hljóti að vera frábært fyrirtæki ef hann sé alltaf svona.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð