fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Salah ekkert að spá í verðlaununum eftirsóttu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 30. desember 2024 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah er að eiga hreint ótrúlegt tímabil með Liverpool. Hann er þó ekkert að spá í eftirsóttustu einstaklingsverðlaunum fótboltans, Ballon d’Or.

Hinn 32 ára gamli Salah er kominn með 20 mörk og 17 stoðsendingar í öllum keppnum með Liverpool fyrir áramót. Lið hans er langefst í ensku úrvalsdeildinni.

Eftir enn eina ótrúlegu frammistöðuna gegn West Ham í gær var Salah spurður út í Ballon d’Or.

„Ég er ekkert að hugsa um Ballon d’Or. Ég vil vinna ensku úrvalsdeildina og mun gera allt sem ég get til að það takist,“ sagði hann þá.

„Það eru önnur lið með sama markmið svo við verðum að vera auðmjúkir og halda einbeitingu.“

Framtíð Salah hefur mikið verið í umræðunni, en núgildandi samningur hans við Liverpool rennur út eftir leiktíðina. Það er alls óvíst hvar hann verður á næstu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með