Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var í gær enn og aftur spurður út í stöðu Marcus Rashford, sem hefur verið mikið í umræðunni.
Rashford var ekki í leikmannahópi United í gær í 2-0 tapinu gegn Wolves, ekki frekar en í leikjunum þremur þar á undan. Englendingurinn virðist engan veginn vera í áætlunum Amorim, sem hefur verið við stjórnvölinn í sjö leiki.
Amorim var spurður að því í gær hvort hann hafi séð eitthvað nýtt frá Rashford frá því hann var settur til hliðar.
„Hann er ekki hér svo þið getið metið það sjálf,“ sagði Amorim einfaldlega og ætti fólk því auðveldlega að geta lesið í stöðuna.
Rashford hefur sjálfur talað opinskátt um það að vera klár í nýja áskorun utan Old Trafford.