fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. desember 2024 11:30

Sigurgeir B. Kristgeirsson, forstjóri Vinnslustöðvarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, gagnrýnir ummæli Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ráðherra, sem vöktu mikla athygli á dögunum. Sagði Þorsteinn að verkakona í frystihúsi þurfi að borga þrefalt hærri vexti af íbúðinni sinni en eigandi frystihússins þegar hann fjárfestir.

Sigurgeir birtir grein á Vísir.is þar sem hann gagnrýnir þessi orð Þorsteins og segir þau ekki sannleikanum samkvæm:

„En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera? Um það get ég upplýst Þorstein og þá sem hafa áhuga á að kynna sér sannleikann.

  • Í fyrsta lagi verða vextir Vinnslustöðvarinnar á yfirstandandi ári af erlendum lánum (aðallega evrum) ríflega 8%.
  • Í öðru lagi verða vextir erlendra lána (aðallega dollara) í fiskvinnslu í Eyjum sem ég þekki til um 11%.
  • Í þriðja lagi verða vextir dótturfélags Vinnslustöðvarinnar í Portúgal af lánum þess í ár um 6%, en lánin eru öll í evrum.
  • Í fjórða lagi eru óverðtryggðir vextir nákomins ættingja míns liðlega 8% af húsnæðisláni í íslenskum krónum.

Dæmi nú hver fyrir sig um sannleiksgildi orða Þorsteins Pálssonar. Þess ber að geta að erlend lán Vinnslustöðvarinnar og fiskvinnslunnar í Eyjum eru tekin hjá íslenskum bönkum.“

Sigurgeir bendir á að verkakonur í íslenskum frystihúsum séu frá Evrópu, einkum Portúgal og Póllandi. Þær vinni í Vestmannaeyjum vegna hárra launa, „með þeim hæstu sem þær eiga kost á innan evrópska efnahagssvæðisins.“

Segir Sigurgeir að erlenda verkafólkið sækist eftir þessum háu launum og þessa vegna sé það á Íslandi en ekki heima hjá sér að njóta lágra vaxta.

Grein Sigurgeirs má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu
Fréttir
Í gær

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni
Fréttir
Í gær

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB