fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Sjómannasamband Íslands fordæmir Virðingu – „Skömm og svívirða“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2024 13:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjómannasamband Íslands styður Eflingu í baráttu þeirra við stéttarfélagið Virðingu. Efling heldur því fram að stéttarfélagið sé gervistéttarfélag sem atvinnurekendur í veitingarekstri hafi stofnað til að brjóta á réttindum launafólks.

Sjómannasamband Íslands segir í stuðningsyfirlýsingu til Eflingar:

„Virðing er gult stéttarfélag. Stofnað af atvinnurekendum sem einskis svífast til að brjóta á réttindum launafólks. Það er skömm og svívirða að svona nokkuð skuli látið viðgangast. Dagvinnutími útvíkkaður fram á kvöld og á laugardögum.

Það liggur við að elstu menn muni ekki eftir dagvinnu fram á kvöld og á laugardögum. Hér er um afturför um marga áratugi að ræða á réttindum launafólks og sérstaklega láglaunafólks. Eins og það sé um einhver ofurlaun að ræða hjá því fólki sem vinnur þessi störf. Hafi þessir atvinnurekendur skömm og svívirðu fyrir lítilsvirðinguna.

Sjómannasamband Íslands hvetur stéttarfélög og launafólk á Íslandi að standa gegn þessari svívirðu með ráðum og dáð. Látum ekki gervistéttarfélög komast upp með ósannindi og moðreyk. Stöndum þéttan vörð um það sem verkalýðshreyfingin hefur náð fram með áratuga baráttu sinni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir nauðgun á Norðurlandi vestra

Ákærður fyrir nauðgun á Norðurlandi vestra
Fréttir
Í gær

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“