fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Telur að „snjallir samningamenn“ muni landa stjórnarsáttmála

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. desember 2024 15:30

Stefán Ólafsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, telur að að það verði saga til næsta bæjar ef ekki tekst að ná saman um samstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, mun hitta þær Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, á Alþingi klukkan 15 í dag þar sem reikna má með að formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar fari af stað.

Stefán segir á Facebook-síðu sinni að margir hafi velt fyrir sér hvort Flokkur fólksins sé hægri eða vinstri flokkur. Bendir hann á að rótin að þeirri óvissu séu þau klókindi Ingu Sæland að neita að skilgreina flokkinn á hægri-vinstri ásnum og nokkuð ákveðin afstaða í innflytjendamálum.

„En þegar nánar er skoðað blasir við að flokkur sem er stofnaður til að draga stórlega úr fátækt og bæta hag lífeyrisþega og lágtekjufólks almennt er ekkert annað en „velferðarflokkur“. Raunar velferðarflokkur „par excellence“! Hann hefur einnig langmest fylgi meðal lágtekjuhópa, sem áður fylgdu að mestu leyti klassískum jafnaðar- og velferðarflokkum,” segir Stefán og bætir við að að því leyti ætti að vera auðvelt að stilla saman Samfylkinguna og Flokk fólksins í ríkisstjórn.

„Viðreisn gefur sig einnig út fyrir að vera velferðarflokkur að hluta (sbr. slagorðið „Hægri hagstjórn – vinstri velferð“). Þar er samstarfið spurning um vægi hægri og vinstri áherslnanna. Nú er skýrt ákall frá kjósendum um alvöru lagfæringar á velferðarmálum þjóðarinnar,” segir Stefán sem er bjartsýnn á að það takist að landa stjórnarsáttmála.

„Með snjalla samningamenn innanborðs, eins og Ragnar Þór hjá Flokki fólksins, Dag B. Eggertsson og fyrrverandi forseta ASÍ hjá Samfylkingunni og fyrrverandi ríkissáttasemjara í liði Viðreisnar þá væri saga til næsta bæjar ef ekki tækist að ná saman um samstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný