fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Lögregla varar við veðrinu í dag: „Stutt og laggott…skítaspá bara“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. desember 2024 07:24

Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færð gæti spillst á suðvesturhorni landsins í kvöld en spáð er suðaustan hríð, 13-20 metrum á sekúndu og snjókomu á höfuðborgarsvæðinu. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendinu.

Fyrstu viðvaranir taka gildi klukkan 14 i dag á Suðurlandi og Faxaflóa og eru þær í gildi á þeim svæðum til miðnættis. Búast má við skafrenningi og lélegum akstursskilyrðum og gæti færð spillst, einkum á fjallvegum.

Höfuðborgarsvæðið verður ekki undan skilið en þar tekur viðvörun gildi klukkan 18 í dag og er hún í gildi til klukkan 23. Búast má við skafrenningi og gæti færð spillst, einkum í efri byggðum.

Lögreglan á Suðurnesjum hvetur vegfarendur til að fara að öllu með gát í færslu sem birtist á Facebook-síðu hennar í gærkvöldi.

„Sáuð þið spána fyrir morgundaginn? Stutt og laggott…….skítaspá bara. Gæti snjóað allverulega seinnipartinn ásamt því sem Kári ætlar að blása hraustlega á okkur og gæti það skapað ansi krefjandi aðstæður á brautinni og víðar. Biðjum alla Kára að blása bara upp í loftið á morgun,“ sagði í færslunni.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni kemur fram að mjög kalt hafi verið á landinu í nótt og fór frost niður fyrir -20 á nokkrum stöðvum á Norðausturlandi. Austur af hvarfi sé svo vaxandi lægð og nálgast skil hennar landið með tilheyrandi leiðindum síðar í dag.

„Það fer að snjóa frá þeim suðvestan til seinni partinn og í kvöld er spáð suðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu, slyddu eða rigningu á Suður- og Vesturlandi. Gular viðvaranir vegna hríðar hafa verið gefnar út. Vegfarendum er bent á að fylgjast með veðurspám og fréttum af færð. Mun hægari vindur norðan- og austanlands, þurrt og kalt veður. Í nótt og á morgun hreyfast skilin austur yfir land og það lægir í kjölfar þeirra. Skúrir eða él á víð og dreif á morgun, en rigning eða slydda fyrir austan fram eftir degi,“ segir veðurfræðingur á vef Veðurstofu Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin