fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 14:21

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls voru 224.987 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. nóvember á þessu ári samkvæmt skráningu Þjóðskrár. Þetta jafngildir því að um 55,4% landsmanna séu skráði í Þjóðkirkjuna sem er rúmlega prósenti færri heldur en á sama tíma í fyrra þegar hlutfallið nam 56,7%. Árið 2019 voru 65,2% landsmanna í Þjóðkirkjunni svo hlutfallið hefur á fimm árum minnkað um 9,8%.

Næst fjölmenntasta trú- og lífsskoðunarfélag landsins er Kaþólska kirkjan með 15.450 skráða meðlimi. Næst kemur Fríkirkjan í Reykjavík með 9.957 skráða meðlimi.

Frá 1. desember 2023 hefur fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum verið mest í Siðmennt eða um 325 meðlimir. Mest hlutfallsleg fjölgun var hjá Samfélagi Ahmadiyya-múslima á Íslandi, eða um 42,9%, en þessa tölu þarf að skoða í ljósi þess að fjöldi skráðra í félagið þann 1. nóvember nam 10 einstaklingum, en þeir voru 7 í desember í fyrra.

Þann 1. nóvember voru alls 30.763 einstaklingar skráðir u tan trú- og lífsskoðunarfélaga sem er 0,7% hækkun frá 1. des 2023. Ef að einstaklingur er utan trú- eða lífsskoðunarfélaga hefur sá tekið afstöðu til þeirrar skráningar sinnar. Hins vegar voru 89.854 einstaklingar skráðir með ótilgreinda skráningu, eða með öðrum orðum hafa þessir einstaklingar ekki tekið afstöðu til skráningar í trú- eða lífsskoðunarfélag.

Eftirfarandi eru 10 fjölmennustu trúar- og lífsskoðunarfélög landsins:

  1. Þjóðkirkjan – 224.987 meðlimir
  2. Kaþólska kirkjan – 15.450 meðlimir
  3. Fríkirkjan í Reykjavík – 9.957 meðlimir
  4. Fríkirkjan í Hafnarfirði – 7.750 meðlimir
  5. Ásatrúarfélagið – 6.142 meðlimir
  6. Siðmennt – 6.115 meðlimir
  7. Óháði söfnuðurinn – 3.103 meðlimir
  8. Hvítasunnukirkjan á Íslandi – 2.066 meðlimir
  9. Búddistafélag Íslands – 1.075 meðlimir
  10. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan – 785 meðlimir

 

Mynd/Þjóðskrá
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“