fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Eyjan

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 13:17

Gummi Kíró Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað fyrirtækið GBN-2024 ehf. gjaldþrota. Úrskurðurinn var kveðinn upp þann 7. nóvember síðastliðinn og auglýstur í Lögbirtingablaðinu í dag. Skiptafundur er auglýstur þann 13. febrúar 2025.

Fyrirtækið, sem áður hét Kírópraktorstöð Reykjavíkur ehf, var stofnað utan um kírópraktorstarfsemi Guðmundar Birkis Pálmasonar, sem er betur þekktur undir áhrifavaldsnafni sínu Gummi Kíró. Nafni fyrirtækisins var breytt fyrir tæpum mánuði síðan, 23. október 2024. Tveimur vikum fyrir gjaldþrotið.

Gummi stofnaði fyrirtækið árið 2017 og stóð starfsemi þess allt til ársins 2023 þegar greint var frá því að stofan hefði sameinast annarri stofu, Líf Kírópraktík, sem er í 100% eigu Vignis Þórs Bollasonar og rekur stofur í Kópavogi, Selfossi, Egilsstöðum og Grundarfirði.

Starfsemin hófst í byrjun september 2023 en í ljósi áðurnefnds gjaldþrots er greinilegt að sameiningin hefur falist í því að Gummi hóf störf hjá Líf en reksturinn hefur ekki fylgt með.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by G U M M I – K Í R Ó (@gummikiro)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Hvað ef ESB væri ekki til?

Thomas Möller skrifar: Hvað ef ESB væri ekki til?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Átökin í borginni – stóra prófið fyrir Guðrúnu Hafsteins

Orðið á götunni: Átökin í borginni – stóra prófið fyrir Guðrúnu Hafsteins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn með Gallupkönnun um fylgi við mögulega oddvita

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn með Gallupkönnun um fylgi við mögulega oddvita
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja Finnbjörn tala af „yfirborðskenndum hætti um grafalvarleg vandamál“

Segja Finnbjörn tala af „yfirborðskenndum hætti um grafalvarleg vandamál“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir orðaskipti Guðrúnar og Dags vera ein af ástæðum þess að fólk á erfitt með að treysta stjórnmálafólki

Segir orðaskipti Guðrúnar og Dags vera ein af ástæðum þess að fólk á erfitt með að treysta stjórnmálafólki