fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Kennarar foxillir í kjölfar viðtals á Stöð 2 og saka Telmu um hagsmunaárekstur – „Í kvöld fengum við að sjá „reiðu ömmuna““

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. nóvember 2024 06:00

Magnús Þór Jónsson og Telma L. Tómasson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kennarar eru æfareiðir út í Stöð 2 og fréttakonuna Telmu L. Tómasson fyrir viðtal þeirrar síðarnefndu við Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Telma tók Magnús Þór engum vettlingatökum í viðtalinu og gekk á hann með ágengum spurningum um hvort að kennarar væru ekki að mismuna börnum með verkfallsgerðum sínum, sem staðið hafa yfir frá 29. október og beinast aðeins að nokkrum völdum skólum. Fréttakonan greip ítrekað fram í fyrir Magnúsi og hafa miklar umræður skapast um viðtalið innan raða kennara, til að mynda á Skólaþróunarspjallinu á Facebook.

Þar ná fjölmargir kennarar ekki upp í nefið á sér fyrir reiði og eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til þess að senda Stöð 2 kvörtunarpóst vegna viðtalsins.

Þá er fullyrt í spjallinu að Telma eigi sjálf barnabarn á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík og þar með sé um augljósan hagsmunaárekstur að ræða. Einn af þeim sem stígur fram með þær ásakanir er Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður KÍ.

„Í kvöld fengum við að sjá „reiðu ömmuna,“ fréttakonuna sem á barnabarn í sama leikskóla sem nú er lokaður vegna verkfalls. Til ömmunnar beini ég sömu ráðum og afans. Ráðhús Seltjarnarness er opið frá 8 til 16 á morgun. Þangað getur þú farið sem reiður aðstandandi og gert kröfu á að pólitíkin leysi málið. Það væri líka meira smart og lyktaði ekki alveg jafn mikið af hagsmunaárekstrum og uppákoman sem við urðum vitni að í kvöld,“ skrifar Ragnar Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann