fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Ferð með skemmtiferðaskipi breyttist í algjöra martröð

Pressan
Þriðjudaginn 29. október 2024 16:30

Það var allt á rúi og stúi um borð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn lést og yfir hundrað slösuðust þegar skemmtiferðaskipið The Spirit of Discovery lenti í vonskuveðri í Biskajflóa, hafsvæði sem gengur út frá Frakklandi til vesturs og frá Spáni til norðurs, í byrjun nóvember í fyrra.

Breska sjóslysarannsóknarnefndin (MAIB) hefur nú skilað skýrslu sinni um atvikið.

Skipið var á leið til Bretlands þegar skall á með vitlausu veðri og náði ölduhæðin um tíu metrum. Um tíma slokknaði á drifkerfi skipsins sem varð til þess að skipstjórnendur áttu erfitt með að hafa stjórn á því og hallaði það umtalsvert í ölduganginum.

Í skipinu voru 943 farþegar og 503 áhafnarmeðlimir og slösuðust sem fyrr segir yfir hundrað manns. Áttu voru fluttir á sjúkrahús þegar skipið kom til hafnar og lést einn af sárum sínum nokkrum dögum síðar.

Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að ýmis atriði séu enn til skoðunar í málinu, til dæmis hvað varð til þess að skipið missti drifkerfið, hversu vel útbúið skipið var til að takast á við ofsaveður og hvernig staðið var að bráðaþjónustu um borð fyrir þá sem slösuðust mest.

Richard Reynolds, farþegi um borð tók meðfylgjandi mynd, en hann sagði við Daily Mail eftir atvikið að fólk hafi óttast um líf sitt. Hann var í skipinu ásamt eiginkonu sinni og öldruðum foreldrum og var móðir hans í hópi þeirra sem slösuðust þegar hún datt illa í hamaganginum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“