fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Skipsstrand í Súgandafirði: Þyrlan hífði tvo um borð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. október 2024 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir á norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út vegna fiskibáts sem hafði strandað utarlega í Súgandafirði. Tilkynning um málið barst um sex leytið í morgun.

Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að björgunarbátarnir Stella frá Flateyri, Kobbi Láka frá Bolungarvík og björgunarskipið Gísli Jóns frá Ísafirði hafi þegar haldið á vettvang, ásamt björgunarsveitinni Björg á Suðureyri, sem sendi björgunarfólk landleiðina sem og á slöngubát.

Jafnframt var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út á mesta forgangi.

Veður á staðnum var sæmilegt, en einhver alda sem lamdi bátinn í fjörunni.

Þegar björgunarfólk var komið að bátnum á sjó var ljóst að erfitt yrði að lenda bát í fjörunni við strandaða bátinn.

Slöngubáturinn frá Björgu tók einn skipverja Kobba Láka um borð til sín fyrir utan, og náði að lenda í fjörunni aðeins utan við strandaða bátinn og setja þar tvo í land.

Þeir gengu svo að strandstað og náðu að aðstoða þá 2 skipverja í land sem í bátnum voru.

Þeir voru nokkuð vel á sig komnir og töldu sig geta rölt í átt að Suðureyri, eða þangað sem bílfært væri.

Þyrla gæslunnar var þá komin vel á veg og var ákveðið að hún myndi hífa skipbrotsmenn úr fjörunni. Þeir voru svo fluttir með þyrlu inn á Suðureyri þar sem lögregla tók á móti þeim til skýrslutöku.

Báturinn liggur enn í fjörunni og verður athugað með að freista þess að ná honum á flot seinni partinn í dag, en háflóð verður um 17:00.

Það er einnig áhugavert að í þessu útkalli voru 3 konur af 4 áhafnarmeðlimum um borð í björgunarbátnum Stellu.

Meðfylgjandi eru ljósmyndir frá aðgerðum í morgun.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“