fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Landsréttur þyngir dóm yfir starfsmanni grunnskóla sem hafði ítrekað samræði við 14 ára nemanda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. október 2024 17:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Najeb Mohammad Alhaj Husin sem fundinn var sekur um að hafa, er hann var starfsmaður grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi, haft ítrekað samræði við 14 ára stúlku sem var nemandi við skólann. Brotin stóðu yfir í um tvo mánuði og kemur fram í bæði dómi héraðsdóms og Landsréttar að stúlkan glímdi við mikla vanlíðan eftir brotin.

Fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra í fyrra var Najeb sakfelldur fyrir kynferðisbrot sem felst í samræði við barn undir 15 ára aldri. Hann var hins vegar þá sýknaður af ákæru um nauðgun. Landsréttur taldi hins vegar að Najeb hefði með athæfi sínu gerst sekur um nauðgun og var hann því einnig sakfelldur fyrir þann ákærulið.

Brotin voru ýmist framin í húsnæði grunnskólans, í bíl sakborningsins eða á heimili hans. Najeb var einnig sakfelldur fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum en þar var um að ræða kynferðislega ljósmynd af brotaþolanum.

Najeb hlaut þriggja og hálfs árs fangelsi í héraðsdómi en Landsréttur þyngdi dóminn upp í fimm ár. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni 3,5 milljónir króna í miskabætur.

Najeb kom hingað til lands sem hælisleitandi frá Sýrlandi. Hann flutti í bæjarfélagið þar sem hann framdi brotin árið 2009. Hann er giftur konu sem einnig er hælisleitandi. Þess má geta að Najeb var rúmlega þrítugur þegar brotin voru framin en brotaþoli var 14 ára.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sanna safnar frjálsum framlögum inn á eigin reikning – „Eðlilegast væri að mínum dómi að safna framlögum á sérstakan reikning“

Sanna safnar frjálsum framlögum inn á eigin reikning – „Eðlilegast væri að mínum dómi að safna framlögum á sérstakan reikning“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir fékk áfall þegar TR krafði hann um meðlagsgreiðslur þrátt fyrir jafna umgengni og staðfest samkomulag við barnsmóður

Faðir fékk áfall þegar TR krafði hann um meðlagsgreiðslur þrátt fyrir jafna umgengni og staðfest samkomulag við barnsmóður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara