fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Jón Gunnarsson: Stjórnarslit núna hækka verðbólguvæntingar og lengja í efnahagsbatanum

Eyjan
Föstudaginn 4. október 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það leysir ekki vandann að ríkisstjórnin springi og kosið sé til þings í lok nóvember. Ef stjórnin springur núna yrði úr vöndu að ráða að mynda stjórn, jafnvel minnihlutastjórn til að vinna fram á vorið eða næsta haust. Stjórnarslit núna myndu skapa pólitíska óvissu sem mynda þýða hækkun á væntingum um verðbólgu og að það myndi lengjast á efnahagsbatanum af þeirri ástæðu einni. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hér má hlusta á brot úr þættinum:

Eyjan - Jon Gunnarsson 1
play-sharp-fill

Eyjan - Jon Gunnarsson 1

„Það er viðkvæmt ástand og úr vöndu að ráða í þeim efnum vegna þess að það að koma saman einhverjum nýjum stjórnarmeirihluta til að vinna þá fram á vorið eða haustið er orðið flóknara heldur en ef það skref hefði verið stigið fyrr,“ segir Jón.

Nú gæti stjórnin sprungið um helgina.

„Það er möguleiki. Það eru allir möguleikar uppi í þessu, en svona möguleikarnir á að efna þá til einhvers nýs samstarfs, minnihlutastjórn í einhvern tíma, vegna þess að á hinni hlið peningsins er að það verður ekkert horft fram hjá því, þrátt fyrir að stjórnmálaforingjar úr minnihlutanum, nokkrir – eða þingmenn þar – tali bara fyrir því að ástandið sé þannig að það breyti engu máli hvort að þetta springi. En það eru allir sammála um það ef það kæmi sú pólitíska óvissa upp við þessar aðstæður þá myndi það þýða aftur hækkun á væntingum um verðbólgu og við myndum lengja í efnahagsbatanum, bara út af þeirri ástæðu einni,“ segir Jón.

Hann segir að ef hagsmunir þjóðarinnar séu settir á borðið og hugsað út frá því hvað best væri að gera væri örugglega best að hafa hér einhvers konar pólitískan stöðugleika að minnsta kosti fram á vorið eða haustið.

Já, það er kominn október. Það þarf að samþykkja fjárlög fyrir næsta ár.

„Til dæmis. Það er nú stóra málið og hluti af bæði kjarasamningum og efnahagsaðgerðum. Þetta er glíman sem þingið í sjálfu sér glímir við. Það er ekkert einfalt mál að ríkisstjórnin springi og við séum að fara að kjósa kannski í lok nóvember.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Hide picture