fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Donald Trump fúll – „ÉG HATA TAYLOR SWIFT“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. september 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, er allt annað en sáttur við poppstjörnuna Taylor Swift. Eins og frægt varð ákvað Swift, sem er ein vinsælasta poppstjarna heims um þessar mundir, að lýsa yfir stuðningi við Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna og keppinaut Trumps um forsetastólinn. Það gerði Swift rétt eftir sögulegar sjónvarpskappræður Trump og Harris sem hafa að mörgu leyti dregið dilk á eftir sér.

„ÉG HATA TAYLOR SWIFT,“ skrifaði Trump með hástöfum á samfélagsmiðil sinn Truth Social og lét þar við sitja.

Taylor Swift hefur lýst yfir stuðningi við Kamala Harris.

Swift studdi einnig Joe Biden í forsetakosningunum árið 2020 og því kom stuðningur hennar kannski ekki mörgum á óvart. Helst var það að hún tæki slaginn að upplýsa opinberlega um stuðning sinn en Trump lét hafa eftir sér á dögunum að hann væri fullviss að hún myndi gjalda fyrir það viðskiptalega.

Trump ætti þó að hemja fýluna því ný skoðanakönnun virðist benda til þess að stuðningsyfirlýsing Swift hafi verið bjarnargreiði því hún virðist fæla kjósendur frá Harris frekar en hitt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi