fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Fundu rómversk hús og býli frá járnöld

Pressan
Mánudaginn 5. ágúst 2024 07:30

Svona leit þetta út að mati listamanns. Teikning:Jennie Anderson/National Trust

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með því að nota skanna, sem skannar það sem leynist undir yfirborði jarðarinnar, fundu fornleifafræðingar tvö stór rómversk hús og mörg býli frá járnöld. Þetta kom í ljós við rannsókn á 1.000 hektara svæði í Shropshire á Englandi.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að þetta sé stærsta rannsóknin af þessu tagi sem National Trust hefur gert. Sjónunum var beint að svæði nærri rómversku borginni Wroxeter, sem er rétt sunnan við bæ sem heitir Shrewsbury.

Það sem einkennir rómversku húsin er lögun þeirra sem er mjög sérstök. Átta bændabýli frá járnöld fundust  og einnig fundust ummerki um rómverskan kirkjugarð, rómverskt vegakerfi og fleira.

National Trust á landið sem um ræðir og segir sjóðurinn að ráðist hafi verið í þetta verkefni í tengslum við skipulagninu náttúruverndar og gróðursetningar á því en sjóðurinn hefur sett sér metnaðarfull markmið hvað varðar loftslagsmál.

Wroxeter var fjórða mikilvægasta borgin á Bretlandi þegar Rómverjar réðu þar ríkjum. Fornleifafræðingar reikna með að húsin, sem fundust nú, séu mjög merkileg út frá fornleifafræðilegum sjónarhóli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Pressan
Í gær

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Í gær

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu