fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Myndband: Þjófur handtekinn með peningakassa eftir innbrot í verslun í Kópavogi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 10:25

King Kong. Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotist var inn í verslunina King Kong í Auðbrekku í Kópavogi í gærkvöld. Þjófurinn braut rúðu í útidyrahurðinni, ruddist inn í verslunina, sópaði vörum af afgreiðsluborðinu og hafði peningakassa verslunarinnar á brott með sér.

„Hann grýtti peningakassanum út um gluggann og þannig náði hann að opna hann,“ segir Jón Þór Ágústsson, eigandi verslunarinnar. Verslunin er opin til 22 á kvöldin og Jón var hissa þegar öryggiskerfið fór í gang vel fyrir miðnætti. „Ég var bara rólegheitunum heima þegar síminn byrjaði að djöflast. Ég hélt að starfsmaður hefði gleymt einhverju á staðnum og óvart sett kerfið í gang, af því það var enn svo snemmt. Ég kíkti á kerfið og akkúrat þá sá ég hann koma inn,“ segir Jón Þór í samtali við DV. Hann dreif sig á vettvang en málið leystist fljótt.

„Ég bý lengst uppi í Mosó og dreif mig á staðinn, keyrði dálítið óvarlega. Þegar ég kom á staðinn var lögreglan komin á undan mér og búin að handataka hann, þeir voru mjög snöggir.“ Þjófurinn náðist í grenndinni og var með peningakassann á sér. Einhverjir tugir þúsunda í reiðufé voru í kassanum.

King Kong í Auðbrekku er önnur af tveimur verslunum sem Jón Þór rekur undir þessu nafni, en hin er á Höfðabakka. Verslanirnar sérhæfa sig í nikótínvörum og óvenjulega miklu úrvali af sælgæti og snakki. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem brotist er inn hjá Jóni Þór því brotist var inn í verslunina á Höfðabakka á Þorláksmessu.

„Það er greinilega mikið um innbrot í þessum sjoppubransa, brotist inn korter eftir opnun,“ segir Jón Þór, hress í bragði þrátt fyrir allt, en hann hóf verslunarrekstur á síðasta ári. Verslunina í Auðbrekku opnaði hann í síðasta mánuði.

Myndband úr öryggismyndavél Jóns er hér fyrir neðan.

 

play-sharp-fill

King Kong innbrot

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar
Fréttir
Í gær

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn
Fréttir
Í gær

Pólska sendiráðið varaði við gosinu 12 tímum of seint

Pólska sendiráðið varaði við gosinu 12 tímum of seint
Fréttir
Í gær

Er í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju að Grænásbraut – Sagðist hafa hellt bensíni og kveikt í

Er í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju að Grænásbraut – Sagðist hafa hellt bensíni og kveikt í
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót
Hide picture