fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Sátu fyrir Wagnerliðum og felldu rúmlega tuttugu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 07:00

Nokkrir liðsmenn Wagnerhópsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppreisnarhópur í Malí segist hafa fellt rúmlega tuttugu liðsmenn rússneska málaliðafyrirtækisins Wagner í fyrirsát nærri landamærunum að Alsír.

Herinn í Malí rændi völdum fyrir nokkrum árum og síðan þá hefur verið hart barist í landinu en þar takast herinn og uppreisnarhópar íslamista á. Herinn hefur þó ekki háð baráttuna einn því hann hefur fengið aðstoð frá Wagnerhópnum en herinn segir að Wagnerhópurinn aðstoði bara við vopn og búnað sem er keyptur frá Rússlandi.

Uppreisnarhópur Tuareg-ættbálksins í norðurhluta Malí segist hafa setið fyrir Wagnerliðum nýlega og hafi fellt rúmlega 20 og sært fjölda því til viðbótar.

Talið er að hinn þekkti áróðursbloggari Nikita Fedyanin sé meðal hinna föllnu. Hann stóð á bak við Telegramrásina „Grey Zone“ sem fjallaði mikið um hvað Wagnerhópurinn tók sér fyrir hendur.

Reuters segir að margir þekktir rússneskir herbloggarar hafi staðfest frásögn uppreisnarmannanna, þeirra á meðal Semyon Pegov sem gengur undir bloggheitinu „War Gonzo“. Hann skrifaði á bloggsíðu sína að Wagnerliðarnir hafi verið á ferð með bílalest hersins þegar ráðist var á hana. Nokkrir hafi verið felldir og margir teknir höndum.

Uppreisnarhreyfingin „CSP-PSD“ sagði á laugardaginn að hún hafi náð brynvörðum ökutækjum, flutningabílum og skriðdrekum á sitt vald í átökum við stjórnarherinn nærri landamærabænum Tinzaouaten á fimmtudaginn og föstudaginn. Hreyfingin sagðist einni hafa skemmt þyrlu sem hrapaði síðar í bænum Kidal í mörg hundruð kílómetra fjarlægð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eldri borgari ákærður fyrir vopnalagabrot

Eldri borgari ákærður fyrir vopnalagabrot
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Í gær

Þekktur leikstjóri í Hollywood myrtur í nótt ásamt eiginkonu sinni

Þekktur leikstjóri í Hollywood myrtur í nótt ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll timbursali stefnir ríkinu – Segir förgun á 5,5 milljóna vörusendingu ólöglega

Páll timbursali stefnir ríkinu – Segir förgun á 5,5 milljóna vörusendingu ólöglega