fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 14:47

Sigurður með syni sínum, Vilhjálmi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá í gær lést tónlistarmaðurinn Sigurður Kristinsson Æsland þann 22. júlí. Sigurður var einna þekktastur sem meðlimur í Sniglabandinu sívinsæla þar sem hann lék á trommur og gítar.

Sigurður, sem fyrir andlát sitt hafði glímt við langvarandi veikindi, lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn og á auk þeirra þrjár uppkomnar dætur. Yngri börn Sigurðar eru föltuð og þurfa mikla ummönnun.

Auk sorgarinnar stendur fjölskyldan frammi fyrir miklum fjárhagserfiðleikum og hefur frænka Sigurðar, Sædís Ósk Harðardóttir, efnt til fjársöfnunar fyrir fjölskylduna, á reikningi ekkju Sigurðar, Ting Zhou. „Hann lætur eftir sig eiginkonu sem hann á 11 og 12 ára gömul börn með sem eru fötluð og þurfa gríðarlega mikla umönnun og svo þrjár eldri dætur frá fyrra hjónabandi. Þannig að þetta er mikið áfall fyrir þau,“ segir Sædís í samtali við DV.

Þeim sem vilja styðja fjölskylduna í þessum miklu erfiðleikum er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar, og minnt er á að margt smátt gerir eitt stórt:

Kt. 190788-4749  0189-26-008891

Í færslu sinni á Facebook um málið skrifar Sædís:

„Okkur langar að biðja um aðstoð fyrir þessa yndislegu fjölskyldu.

Þann 22. júlí lést Sigurður Kristinsson Æsland og lætur hann eftir sig eiginkonu, tvö börn sem eru fötluð og þurfa mikla umönnun og þrjár uppkomnar dætur.

Framundan eru því ýmis verkefni sem þarf að vinna og eins og allir vita þá eru útfarir ekki ódýrar. Siggi var búinn að glíma lengi við veikindi og því ekki vinnufær og Ting séð um börnin og þvi ekki verið að vinna.

Ef allir leggjast á eitt er hægt að hjálpa til því margt smátt gerir eitt stórt

Sýnum kærleik í verki og réttum fram hjálparhönd.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“