fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Svikahrappar reyna að svindla á Lögreglunni á Suðurnesjum – „Sent í löggusímann rétt í þessu“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 18:12

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netsvik hafa aukist gríðarlega og meðal annars er nafn Póstsins notað í svokölluðum svikapóstum til að komast yfir viðkvæmar upplýsingar. 

Fjölmargir hafa fengið sms skilaboð þar sem segir að pakki hafi ekki komist til skila þar sem húsnúmer vanti á pakkann og er viðtakandi beðinn um að smella á hlekk og uppfæra húsnúmerið. 

Á meðal þeirra sem fengu þessi svikaskilaboð er Lögreglan á Suðurnesjum.

„Það er engin afsláttur gefinn af þessu svindl rugli, sent í löggusímann rétt í þessu.

Vonandi eruð þið ekki að falla í þessa gryfju kæru vinir.

Þetta er klárlega ekki sent frá Íslandspósti,“ segir í færslu á vef Lögreglunnar á Suðurnesjum.

Á vef Póstsins má finna nokkur ráð til að varast svikapósta.

  • Ekki smella á hlekki í tölvupósti til að ganga frá greiðslu. Allar greiðslur til Póstsins fara í gegnum Mínar síður.
  • Netfang sendandans kemur oft upp um hann, tölvupóstur frá Póstinum hefur endinguna @postur.is eða @posturinn.is
  • Skráðu þig inn á Mínar síður á posturinn.is. Þar sérðu yfirlit yfir allar sendingar sem eru til þín.

Ef svo óheppilega vill til að þú hafir þegar smellt á hlekk í svikapósti mælum við með að þú hafir samband við viðskiptabankann þinn eins fljótt og auðið er. Það væri líka vel þegið ef þú myndir áframsenda svikapóstinn á oryggi@postur.is. Þannig getum við reynt að uppræta netveiðar af þessu tagi í sameiningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu