fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Enn gefur Warren Buffett til mannúðarmála – 5,3 milljarða dollara að þessu sinni

Pressan
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 12:30

Warren Buffett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2006 hefur bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett gefið háar fjárhæðir til mannúðarmála og þetta ár er engin undantekning. Í raun er gjöf hans á þessu ári sú hæsta fram til þessa eða 5,3 milljarðar dollara.

Um er að ræða hlutabréf að andvirði 5,3 milljarða dollara í Berkshire Hathaway, sem er fjárfestingarfyrirtæki hans. Hlutabréfin renna til Bill & Melinda Gates Foundation og fjögurra annarra mannúðarsamtaka.

CNN skýrir frá þessu og segir að í heildina hafi Buffett gefið 57 milljarða dollara til mannúðarmála síðan 2006.

Buffett, sem er 93 ára, hyggst gefa rúmlega 99% af auðæfum sínum og mun börnin hans sjá um framkvæmdina að honum látnum.

Verðmæti Berkshire er um 880 milljarðar dollara. Buffett á um sjöunda hluta allra hlutabréfa í fyrirtækinu.

Áður en hann gaf hlutabréfin nú, var auður hans metinn á 134 milljarða dollara og var hann áttundi ríkasti maður heims samkvæmt lista Forbes.

Í yfirlýsingu frá Buffett, í tengslum við gjöfina, sagði hann að auður hans hafi verið um 44 milljarðar dollara þegar hann byrjaði að gefa af honum árið 2006. Góður rekstur Berkshire og hagstæðir markaðir í Bandaríkjunum hafi aukið verðmæti fyrirtækisins mikið síðan þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum