fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Kenning í máli unga mannsins sem hvarf á Tenerife gæti kollvarpað rannsókn málsins

Pressan
Fimmtudaginn 20. júní 2024 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert hefur spurst til 19 ára karlmanns sem hvarf sporlaust á Tenerife síðastliðinn mánudag. Maðurinn sem um ræðir heitir Jay Slater og er breskur ríkisborgari.

Nú hefur vinkona hans, Lucy, stigið fram og lýst yfir grunsemdum sínum um að Jay hafi verið rænt.

Greint var frá málinu á þriðjudag og kom þá fram að hann hafi verið staddur í Rural de Teno-þjóðgarðinum á vesturhluta Tenerife. Lucy heyrði í honum snemma á mánudagsmorgun en þá sagðist hann vera villtur, þurfa á vatni að halda og að síminn hans væri að verða rafmagnslaus.

Sjá einnig:

Leitað að ungum manni á Tenerife

Lucy og Jay voru stödd á Tenerife til að vera viðstödd NRG-tónlistarhátíðina. Jay fór heim með hópi fólks sem hann hafði kynnst á ferðalaginu og ætlaði hópurinn að fá sér bjór og hafa gaman. Á morgni mánudags hugðist Jay halda heim á leið fótgangandi en hann virðist ekki hafa áttað sig á því hversu löng og torfær leiðin var.

Sporhundar og þyrlur hafa meðal annars leitað Jay síðustu daga en án nokkurs árangurs.

Nú hefur Lucy stigið fram í viðtali við Daily Mail þar sem hún lýsir þeirri skoðun sinni að eitthvað gruggugt sé í gangi varðandi hvarf vinar hennar.

„Það eru liðnir þrír dagar síðan hann sást síðast og eftir því sem lengri tími líður verð ég sannfærðari um að honum hafi verið rænt. Ég var ekki svo viss um það til að byrja með en núna er ég sannfærð“ segir hún.

Bætir hún við að Jay „sé ekki heimskur“ og ef hann hafi ætlað að koma sér heim sjálfur til Los Christianos, þar sem þau dvöldu, hefði hann gengið eftir þjóðveginum og reynt að húkka sér far.

Jay yfirgaf NRG-tónlistarhátíðina sem haldin var á suðurhluta Tenerife á sunnudagskvöld og fór með tveimur manneskjum í bíl í átt að Rural de Teno. Þetta var 40 mínútna akstur sem þýðir að gönguferðin heim hefði sennilega tekið hann um 10 klukkustundir. Hann sendi Snapchat-skilaboð klukkan 07:30 að morgni mánudagsins og heyrði svo í Lucy vinkonu sinni klukkan 9. Eftir það er ekkert vitað um ferðir hans.

Lögregla hefur haldið öllum möguleikum opnum við rannsóknina en hallast helst að því að Jay hafi villst á leið sinni heim og hugsanlega örmagnast í hitanum. Leitarhópar, sporhundar og þyrlur hafa þó ekki fundið nein merki um ferðir hans.

Um fimmtán ættingjar og vinir Jay eru komnir til Tenerife til að aðstoða við leitina og í þeim hópi eru foreldrar hans og bróðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun