fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Gleðilega þjóðhátíð! – Svona eru hátíðahöldin í Reykjavík

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. júní 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður boðið upp á fjölbreytta og veglega dagskrá í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá því að Ísland varð lýðveldi. Skrúðganga verður frá Hallgrímskirkju, tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, matarvagnar og fornbílasýningar í Hljómskálagarði og á Klambratúni svo fátt eitt sé nefnt.

Morgundagskrá á Austurvelli

Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli kl. 11:10 en henni verður sjónvarpað og útvarpað á RÚV. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, flytur hátíðarræðu. Fjallkonan flytur ávarp en ávallt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til á hátíðarathöfninni. Að lokinni athöfn fer skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar forseta og Ingibjargar Einarsdóttur konu hans. Lúðrasveitin Svanur leikur við athöfnina.

Skrúðganga

Klukkan 13:00 leiða skátar glæsilega skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju að hátíðarsvæðinu í Hljómskálagarði. Í skrúðgöngunni kennir ýmissa grasa og má búast við að furðuverur muni láta sjá sig í göngunni, sirkuslistafólk leikur listir sínar og Lúðrasveit verkalýðsins leikur undir. Skemmtidagskrá verður einnig á Klambratúni. Í Hljómskálagarðinum verður fjölbreytt dagskrá fyrir öll og ætti engum að leiðast, dans, sirkus og hoppukastalar. Hljómsveitin Celebs, Páll Óskar, Teitur Magnússon og Una Torfa ásamt hljómsveit verða á stóra sviðinu. Á Klambratúni verður boðið upp danssýningu frá Dans Brynju Péturs, Sirkus Ananas bregður á leik fyrir yngstu börnin, matarvagnar og DJ Fusion Groove sér um að halda uppi stemningunni. Harmonikufélag Reykjavíkur verður svo með alvöru ball í Ráðhúsi Reykjavíkur. Dagskrá lýkur klukkan 17:00.

Kórsöngur og 8000 bollakökur

Á Austurvelli verður boðið upp á sönghátíð þar sem 6 kórar flytja sönglög frá klukkan 13:00-16:00. Á sama tíma geta gestir og gangandi gætt sér á 8000 lýðveldisbollakökum og kaffi, á Parliament Hotel, í boði forsætisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar

Í tilefni af 80 ára lýðveldisafmælinu verður hátíðardagskrá um land allt.

Árbæjarsafn

Á Árbæjarsafni verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá þar sem þjóðbúningar, þjóðdansar, fjallkonan, fornbílar og harmonikuleikur. Slysavarnardeildin í Reykjavík verður með veitingasölu við Dillonshús. Frítt inn í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins. 

KR með skemmtidagskrá

Það verður sannkölluð karnival stemning í KR við Frostaskjól 2 á þjóðhátíðardaginn. Dagskráin stendur frá klukkan 10:00-13:00. Hoppukastali, battavellir, körfuboltaþrautir, andlitsmálning, brauðtertukeppni, okkar eini sanni Dj Óliver og bræðurnir í VÆB taka lagið. Vöfflur og kaffiveitingasala.

Gestir eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í hátíðahöldunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann