fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
FókusKynning

Netpartar: Umhverfisvænt og með 75.000 vörunúmer á lager

Kynning
Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netpartar ehf. er verslun með notaða varahluti. Fyrirtækið er staðsett rétt sunnan við Selfoss. Hjá fyrirtækinu vinna tíu manns og allir hlutir eru keyrðir til verkstæðanna í Reykjavík tvisvar á dag, auk þess sem sent er út um land allt.

Netpartar er með samstarfssamninga við bæði Sjóvá og TM um kaup á tjónabifreiðum, en hvati tryggingafélaganna til að semja við fyrirtækið, og fleiri á sínum tíma, var m.a. að auka framboð af notuðum varahlutum og gera þá að aðgengilegri og fýsilegri kosti fyrir verkstæðin. Þegar bíll hefur lent í tjóni er hann metinn af hlutlausum aðila/millilið sem ákvarðar verðið til Netparta. Það enda ekki allir tjónabílar í þessu ferli og aldrei bílar þar sem um banaslys er að ræða. Tjónabifreiðar frá tryggingafélögunum eru verðmetnir af þriðja aðila og þegar fyrirtækið kaupir bílinn er hann afskráður og Netpartar er þá skuldbundið til að rífa hann. Bíllinn er síðan skoðaður, allt sem er heilt og seljanlegt er skráð inn á lager og fastanúmer bílsins verður hluti af vörunúmeri varahlutanna.

Aðalheiður Jacobsen framkvæmdastjóri Netparta
Aðalheiður Jacobsen framkvæmdastjóri Netparta

Allir hlutir ástandsmetnir

Allir hlutir eru ástandsmetnir og upplýsingar eins og árgerð og hve mikið bíllinn er ekinn, vélarstærð og tegund, eru hluti af þeim upplýsingum sem skráðar eru inn og þess gætt að rekjanleiki sé ávallt til staðar. Þegar flett er í lagernum er jafnframt hægt að sjá myndir af bílnum og upplýsingar úr ökutækjaskrá, sem er nauðsynlegt, t.d. þegar verið er að meta hvort vélar passi á milli bíla. Allir hlutir eru í ábyrgð hjá Netpörtum eins og lög gera ráð fyrir og reynist hlutur ekki í lagi þá er hann tekinn til baka og endurgreiddur ef ekki tekst að útvega annan í staðinn.

Umhverfisvæn endurvinnsla

Lagerinn telur nú um 75.000 vörunúmer og er allur aðgengilegur á netinu. Netpartar hefur innleitt gæðaeftirlitskerfi sem er vottað af Bílgreinasambandinu og nú nýlega fékk fyrirtækið umhverfisvottun á starfsemina. Í dag skilgreinir Netpartar sig sem umhverfisvæna endurvinnslu á notuðum bifreiðum. Allt úr bifreiðinni er flokkað til endursölu og endurvinnslu. Það sem ekki nýtist sem varahlutur er þá hráefni, eins og járn, ál, gúmmí, plast o.s.frv.

Vefsíðu Netparta má finna hér
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum