fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

„Það er leiðinlegt að vera boðberi slæmra frétta“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. júní 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við eigum ekki að taka þátt í slíku, hvorki sem neytendur og allra síst sem löggjafi,“ sagði Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Þar ræddi hún fyrirtækið Wolt sem skutlast meðal annars með matarsendingar til fólks.

„Bláar hitatöskur eru orðnar hluti af borgarmyndinni, þær eru úti um allt og inni í þeim er heimsendur matur. Þær eru merktar fyrirtækinu Wolt eða öðrum sambærilegum aðilum sem eflaust munu bætast í flóruna. Í hugum margra er þetta einfaldlega hluti af deilihagkerfinu svokallaða eða hinu svokallaða gigg-hagkerfi. Við verðum hins vegar að átta okkur á því að svo er ekki,“ sagði Dagbjört í ræðu sinni og bætti við að þessar heimsendingarþjónustur byggist í mjög stuttu máli á markvissu félagslegu undirboði gagnvart fólki sem nýtur lítilla sem engra réttinda gagnvart vinnuveitanda sínum.

„Vinnuveitanda sem vill ekki einu sinni kannast við það að vera vinnuveitandi, nákvæmlega það, með öllum þeim skyldum sem því fylgir að vera slíkur,“ sagði Dagbjört og vísaði í grein sem Halldór Oddsson og Saga Kjartansdóttir hjá ASÍ skrifuðu í gær. Þar segir meðal annars:

„Kerfið byggir svo á fullkomlega ógagnsæjum einhliða verðmyndunar-algóriþma sem hannaður er til að finna sársaukaþröskuldinn um hversu fáum krónum er hægt að koma í vasa sendilsins án þess að viðkomandi hætti að sjá tilgang vinnunnar. Framangreint rímar fullkomlega við það sem virðist vera í gangi hjá Wolt og mörgum sambærilegum fyrirbærum í löndunum í kringum okkur.“

Dagbjört sagði að Alþingi hefði þá skyldu að taka á þessum málum.

„Það er leiðinlegt að vera boðberi slæmra frétta en ef heimsendingin er ódýr og jafnvel ókeypis og hún fer fram í gegnum annan en veitingastaðinn þá eru allar líkur á því að manneskjan sem réttir þér matinn sé að verða fyrir félagslegu undirboði á vinnumarkaði og við eigum ekki að taka þátt í slíku, hvorki sem neytendur og allra síst sem löggjafi. Sendill sem semur við þessa þjónustu kemur líklega ekki út í plús eftir kvöldið nema hafa senst með tugi sendinga. Við höfum þá skyldu sem löggjafi að taka markvisst á þessum málum. Í Danmörku og á Norðurlöndunum hefur það verið gert. Það er okkar hlutverk hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla