fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Pressan

Myglusveppur á danska ríkisspítalanum varð 11 ára dreng að bana

Pressan
Mánudaginn 6. maí 2024 04:05

Ríkisspítalinn í Kaupmannahöfn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta dögum eftir að Villads, 11 ára, var útskrifaður af danska ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn lést hann af völdum sveppasýkingar sem er rakin til myglusvepps í byggingum spítalans.

Þetta er í fyrsta sinn sem dauðsfall er rakið til myglusvepps í byggingum ríkisspítalans.

Berlingske skýrir frá þess og hefur þetta eftir móður Villads, Camilla Hagelund Olsen.

Villads var lagður inn á ríkisspítalann 2022 þar sem hann fékk lyfjameðferð gegn hvítblæði. Hann var útskrifaður þann 2. desember sama ár eftir að það tókst að gera út af við krabbameinið.

Hann lést átta dögum síðar af völdum sveppasýkingar.

Í lok apríl á þessu ári úrskurðaði úrskurðarnefnd um bætur til handa sjúklingum að fjölskylda hans skuli fá greiddar bætur því hann hafi „nánast örugglega“ látist af völdum sveppasýkingar sem hann varð fyrir á ríkisspítalanum.

„Þessi úrskurður færir okkur ekki Villads aftur. Óháð öllu öðru, þá er hann dáinn, en það er hræðilegt að hugsa til þess að hann væri líklega enn hjá okkur ef ekki væri fyrir þessi vandamál sem ríkisspítalinn á í með byggingarnar sínar,“ sagði Camilla Hagelund Olsen.

Berlingske hefur fjallað um málefni spítalans um langa hríð og meðal annars varpað ljósi á að krabbameinssjúk börn hafa fengið sveppasýkingu á meðan þau hafa dvalið á spítalanum.

Frá 2017 hafa 21 sjúklingur og einn starfsmaður greinst með sveppasýkingu á spítalanum. Átta af sjúklingunum voru krabbameinssjúk börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?

Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sátu í makindum úti í garði þegar þau heyrðu mikil óhljóð – Heppin að ekki varð stórslys

Sátu í makindum úti í garði þegar þau heyrðu mikil óhljóð – Heppin að ekki varð stórslys
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vanstilltur tölvupóstur Donald Trump vekur upp spurningar um geðheilsu hans – „Hann mun gera allt til að vinna kosningarnar“

Vanstilltur tölvupóstur Donald Trump vekur upp spurningar um geðheilsu hans – „Hann mun gera allt til að vinna kosningarnar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvö ung börn lifðu 96 klukkustunda dvöl í skógi af – Hundarnir hræddu úlfa á brott

Tvö ung börn lifðu 96 klukkustunda dvöl í skógi af – Hundarnir hræddu úlfa á brott
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri upplýsingar um 12 ára morðingjann líta dagsins ljós – Sagður snarruglaður

Meiri upplýsingar um 12 ára morðingjann líta dagsins ljós – Sagður snarruglaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Drepinn í gærkvöldi

Drepinn í gærkvöldi