fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Eyjan
Fimmtudaginn 2. maí 2024 14:00

Halla Tómasdóttir er sigurvegari ársins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn af stofnendum The B Team kallaði samfélagsmiðla hið nýja tóbak fyrir nokkrum árum og sagði að við ættum í framtíðinni eftir að líta til baka og gera okkur grein fyrir því hversu skaðleg áhrif þeir hefðu haft á ýmsum sviðum samfélagsins. Halla Tómasdóttir segir ýmislegt hafa breyst frá því hún var í framboði til forseta fyrir átta árum. Hún telur þó að eitt breytist ekki. Halla er viðmælandi Eyjunnar í aðdraganda forsetakosninga.

Eyjan - Halla Tomasdottir - 4.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Halla Tomasdottir - 4.mp4

„Fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar og ekki skoðanakannanir. Ég hef, bæði að fenginni reynslu fyrir átta árum, en líka af ferðum mínum um landið og samtölum við hópa fólks um allt land, heyrt oftar en ég á tölu yfir að fólk ætli ekki að láta leiða sig til vals á forseta heldur ætli það að velja sinn forseta með hjartanu. Það held ég að okkur hafi tekist að gera og ég hef trú á að þjóðin muni gera það. nú sem fyrr,“ segir Halla.

Hér má sjá viðtalið í heild:

Eyjan: Halla Tómasdóttir
play-sharp-fill

Eyjan: Halla Tómasdóttir

Hvernig er samanburðurinn? Nú varst þú í framboði fyrir átta árum og ert í framboði nú. Hefur eitthvað breyst?

„Fleiri skoðanakannanir og fyrr,“ segir Halla og brosir. Hún segir að tímarnir séu vissulega eitthvað breyttir. Fyrir átta árum fór hún um allt land, eins og nú, og það séu mikil forréttindi að fá að hitta t.d. leikskólakennara og börnin á leikskólunum, eldri borgara og kynnast atvinnulífinu og nýsköpunarsamfélaginu, menningu og listum. Margt af þessu sé ótrúlega spennandi þó að við heyrum kannski ekki mikið um það dags daglega. Henni finnst við hafa mögulega fest í fjölmiðlaumhverfinu í verri fréttum frekar en góðum fréttum og það hafi haft áhrif á okkar samfélagslegu heilsu.

„Þar er ég ekki bara að segja að fjölmiðlar beri ábyrgð, við berum öll ábyrgð og samfélagsmiðlar hafa kannski spilað stærri rullu, eru orðnir meira áberandi.“ Halla segir að hjá B Team hafi þessi mál verið til skoðunar til margra ára.

„Einn af okkar stofnforstjórum, heitir Mark Benioff og er forstjóri Salesforce og stofnandi. Hann kallaði, árið 2018 þegar ég var nýkomin til starfa hjá B Team, þá kallaði hann samfélagsmiðla nýja tóbakið og sagði að við ættum eftir að horfa til baka og átta okkur á hversu slæmar afleiðingar samfélagsmiðlar væru að hafa á okkar andlegu heilsu, okkar lýðræðisheilsu, á okkar samfélagsheilsu.“

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Hide picture