fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Eyjan
Fimmtudaginn 2. maí 2024 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svonefnt Fjármálaráð sem skipað er þremur hámenntuðum hagfræðingum hefur það hlutverk að birta álitsgerðir um fjármálaáætlanir ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma. Ráðið sendi frá sér ítarlega skýrslu nú í vikunni. Niðurstaða skýrslunnar er í meginatriðum falleinkunn á verk ríkisstjórnarinnar. Þarf það svo sem ekki að koma á óvart en mun alvarlegra er þegar fagmenn af þessu tagi birta rökstudda gagnrýni frekar en þegar vitnað er í orð og upphrópanir hagsmunahópa og misvitra stjórnmálamanna.

Orðið á götunni er að fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna virðist annað hvort ekki skilja niðurstöður skýrslunnar eða hafi einfaldlega ákveðið að taka ekkert mark á henni. Gott dæmi um það eru orð Njáls Friðbertssonar, alþingismanns Sjálfstæðisflokksins, sem höfð eru eftir honum í Morgunblaðinu. Þar segir Njáll meðal annars: „… staðan er mjög góð og raunar furðugóð miðað við þau áföll sem hafa dunið á undanfarin fimm ár.“

Lítum á nokkrar niðurstöður sem koma fram í skýrslu hinna hámenntuðu sérfræðinga:

  • Gagnsæi í opinberum fjármálum er ábótavant.
  • Tímabundin útgjöld hafa tilhneigingu til að verða varanleg.
  • Minna aðhald er í ríkisrekstri hér en í samanburðarlöndum.
  • Áföll eru regla fremur en undantekning í íslensku hagkerfi.
  • Útgjaldavöxtur síðustu ára er ósjálfbær.
  • Óljóst er hvernig draga eigi úr útgjaldavexti
  • Óútfært aðhald sem birta á í fjárlögum er ógagnsætt og dregur úr trúverðugleika áætlana.
  • Gagnsæi ábótavant í tengslum við óútfærðar áætlanir um sölu eigna.
  • Almennar tilfærslur draga úr skilvirkni aðgerða.
  • Skortur er á gagnsæi varðandi forsendur um breytingu á vexti örorku-og ellilífeyris
  • Varasamt er að ótilgreind eignasala sé forsenda fjármálaáætlunar.

Fjölmargt annað úr skýrslunni mætti nefna sem sýnir hve óvönduð vinnubrögðin hafa verið varðandi fjármál ríkisins á undanförnum árum. Ríkisstjórnarflokkarnir virðast ekki ætla að horfast í augu við staðreyndir heldur reyna áfram að slá ryki í augu almennings eins og orð þingmannsins bera vott um. Annað hvort reynir hann að blekkja með orðum sínum eða þá skilur hann ekki innihald þessarar vönduðu skýrslu sérfræðinganna.

Orðið á götunni er að stjórn ríkisfjármála á undanförnum árum hafi einkennst af lausatökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk