fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Eyjan

Um átta af hverjum tíu óánægð með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. apríl 2024 17:41

Bjarni Benediktsson. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu Prósent sem gerði skoðanakönnun á ánægju landsmanna með breytingar á ríkisstjórnarsamstarfinu eru 78 prósent þjóðarinnar óánægð með að Bjarni Benediktsson hafi tekið við embætti forsætisráðherra.

Fyrirtækið spurði þátttakendur um hversu vel þeim litist á allar þær breytingar sem gerðar voru á ráðherraskipan ríkisstjórnarinnar.

73 prósent svöruðu að þeim litist illa á þær, 14 prósent leist vel á þær og 13 prósent svöruðu hvorki né.

Marktækur munur var á ánægju þeirra sem eldri eru og þeirra sem yngri eru með breytingarnar:

Alls sögðust 78 prósent ósátt við að Bjarni Benediktsson sé orðin forsætisráðherra en 13 prósent ánægð og 8 prósent svöruðu hvorki né.

Marktækur munur var á afstöðu karla og kvenna og voru konur óánægðari:

55 ára og eldri eru einnig marktækt ánægðari með Bjarna en yngra fólk:

Langmesta ánægju með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra er að finna þeir sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu alþingiskosningum en meðal þeirra sem nefndu aðra flokka:

Um könnunina sjálfa segir í tilkynningunni:

„Gögnum var safnað frá 9. til 14. apríl 2024.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.300 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 51,22%
Gögn eru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið er tillit til kyns, aldurs og búsetu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit