fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Guðmundur veltir stjórnarsamstarfinu fyrir sér – Viðreisn í staðinn fyrir VG

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. apríl 2024 16:30

Guðmundur veltir stjórnarmöguleikunum fyrir sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur, veltir ríkisstjórnarsamstarfinu fyrir sér í ljósi þess að Katrín Jakobsdóttir sé að hverfa úr stóli forsætisráðherra og fara í forsetaframboð. Hugsanlegt sé að uppstokkunin verði meiri en margir sjá fyrir í dag.

„Skyldi sá möguleiki vera til umræðu í þeirri stöðu sem nú er í stjórnmálunum að Viðreisn komi inn í ríkisstjórnina í stað VG?“ spyr Guðmundur, sem vakti mikla athygli fyrir útgáfu ævisögu um séra Friðrik Friðriksson fyrir jól. „Þá yrðu menn nú að hafa hraðar hendur. Ég mundi sakna VG en Viðreisn gæti vissulega lyft stjórninni verulega upp og hrist upp í pólitíkinni fram að þingkosningum að ári.“

Katrín hefur verið sögð límið í stjórnarsamstarfi flokkanna þriggja. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, tekur við stöðu hennar sem formaður VG en hann er ekki talinn líklegur sem næsti forsætisráðherra. Leiðtogarnir hafa verið þöglir um hvernig uppstokkunin verður.

„Kannski gæti þetta hentað Viðreisn, ef í boði væri, þótt hvorki evra né ESB væru á dagskrá,“ segir Guðmundur en viðurkennir að þetta séu aðeins óábyrgar og máske óraunsæjar vangaveltur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?